Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 14. apríl 2018 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Apahljóðum beint að Iwobi og Welbeck í Rússlandi
Iwobi mætir Íslandi á HM.
Iwobi mætir Íslandi á HM.
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn CSKA Moskvu voru með kynþáttafordóma í garð leikmanna Arsenal þegar liðin mættust í Rússlandi í Evrópudeildinni á fimmtudag. Þetta segir vitni við Reuters.

Reuters greinir frá því að einn af ljósmyndurum þeirra á vellinum hafi heyrt apahljóð úr stúkunni.

Ljósmyndarinn telur að áhorfendur á bandi CSKA hafi beint þessum apahljóðum að Alex Iwobi og Danny Welbeck, leikmönnum Arsenal.

Leikurinn endaði 2-2 eftir að CSKA hafði komist 2-0 yfir. Arsenal vann einvígið 6-3 en þetta setur klárlega dökkan blett á einvígið.

Mikið hefur verið um kynþáttafordóma á fótboltaleikjum í Rússlandi. Í síðasta mánuði lentu Paul Pogba og aðrir leikmenn Frakklands í kynþáttafordómum í landinu.

HM fer fram í Rússlandi í sumar og það þarf að gera eitthvað svo hægt sé að fara í gegnum mótið án kynþáttafordóma.
Athugasemdir
banner
banner