Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 14. apríl 2018 19:20
Gunnar Logi Gylfason
Búlgaría: Hólmar og félagar töpuðu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmar og félagar í Levski Sofia töpuðu í dag í búlgarska boltanum 0-1 gegn Ludogrets.

Markið skoraði Claudiu Keseru á 83. mínútu en Levski Sofia hefur ekki fengið mörg mörk á sig á tímabilinu.

Búið er að skipta deildinni upp en sex efstu liðin keppa innbyrðis, heima og að heiman, um Búlgaríumeistaratitilinn og keppnisrétt í Evrópukeppnum en liðin taka með sér stigin úr deildarkeppninni.

Hólmar og félagar sitja sem stendur í 4.sæti en eiga góðan möguleika á að lenda í 3.sæti og þar með komast í umspil um sæti í Evrópudeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner