lau 14. apríl 2018 17:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Tottenham og City: Gundogan og Kompany byrja
Kompany fagnar hér marki gegn Man Utd um síðustu helgi. Hann fagnaði ekki að leikslokum.
Kompany fagnar hér marki gegn Man Utd um síðustu helgi. Hann fagnaði ekki að leikslokum.
Mynd: Getty Images
Leikur Tottenham og Manchester City í er síðasti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefst klukkan 18:45.

Manchester City hefur spilað frábæran fótbolta á tímabilinu en síðasta vika hefur ekki verið í takt við það. Liðið féll úr Meistaradeildinni eftir tvö töp gegn Liverpool en í millitíðinni tapaði liðið fyrir nágrönnum sínum í Manchester United.

Þeir hefðu getað tryggt sér enska meistaratitilinn með sigri á United um síðustu helgi en þeir geta það ekki um helgina nema þeir vinni Tottenham á eftir og United tapi fyrir botnliði West Brom á morgun.

Pep Guardiola gerir fjórar breytingar á byrjunarliði sínu sem tapaði fyrir Liverpool í Meistaradeildinni í vikunni. Gundogan, Kompany og Delph koma inn fyrir Otamendi, Fernandinho og Bernardo Silva. Það er enginn Aguero hjá City, hann er meiddur.

Hjá Tottenham byrja Trippier, Davies, Dier og Lamela í stað Aurier, Rose, Wanyama og Son Heung-min. Rose er ekki í leikmannahópnum þar sem hann er að glíma við meiðsli.

Harry Kane er fremstur hjá Spurs en hann er að berjast fyrir því að vera markakóngur deildarinnar.

Byrjunarlið Tottenham: Lloris, Trippier, Vertonghen, Sanchez, Davies, Dier, Dembele, Lamela, Alli, Eriksen, Kane.
(Varamenn: Vorm, Son, Wanyama, Sissoko, Aurier, Moura, Sterling)

Byrjunarlið Man City: Ederson, Walker, Kompany, Laporte, Delph, Gundogan, D Silva, Sterling, De Bruyne, Sane, Jesus.
(Varamenn: Bravo, B Silva, Otamendi, Zinchenko, Toure, Foden, Diaz)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner