lau 14. apríl 2018 16:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Mikilvægir þrír punktar fyrir Aron Einar
Aron Einar í leik með Cardiff.
Aron Einar í leik með Cardiff.
Mynd: Getty Images
Jón Daði Böðvarsson.
Jón Daði Böðvarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn hjá Cardiff þegar liðið vann afar mikilvægan sigur í topppbaráttunni í Championship-deildinni á Englandi.

Cardiff heimsótti Norwich og var í basli framan af en með tveimur mörkum á síðustu mínútum leiksins tókst Cardiff að sigra.

Þetta var hrikalega mikilvægur sigur fyrir Cardiff sem er að berjast fyrir því að komst beint upp í ensku úrvalsdeildina. Liðið er í öðru sæti eftir þennan sigur með tveimur stigum meira en Fulham sem mætir Brentford síðar í dag.

Eins og staðan er akkúrat núna hafa Cardiff og Fulham spilað jafnmarga leiki en Fulham á sem fyrr segir leik á eftir.

Efstu tvö lið deildarinnar fara beint upp í ensku úrvalsdeildina en liðin í sætum þrjú til sex fara í umspil um eitt laust sæti.

Jón Daði Böðvarsson lék allan leikinn í 2-2 jafntefli Reading gegn botnliði Sunderland. Reading er í 19. sæti, fimm stigum frá fallsæti.

Hörður Björgvin Magnússon var ónotaður varamaður hjá Bristol City gegn Middlesbrough í 2-1 tapi. Bristol er í tíunda sæti.

Barnsley 2 - 2 Bolton
1-0 Gary Gardner ('22 )
1-1 Adam Le Fondre ('82 , víti)
1-2 Craig Noone ('85 )

Burton Albion 3 - 1 Derby County
1-0 Liam Boyce ('24 )
1-1 David Nugent ('29 )
2-1 Luke Murphy ('44 )
3-1 Lucas Akins ('68 )

Hull City 0 - 1 Sheffield Wed
0-1 Jordan Rhodes ('18 )

Middlesbrough 2 - 1 Bristol City
0-1 Milan Djuric ('13 )
1-1 George Friend ('18 )
2-1 Daniel Ayala ('68 )

Norwich 0 - 2 Cardiff City
0-1 Kenneth Zohore ('86 )
0-2 Junior Hoilett ('90 )

Nott. Forest 2 - 1 Ipswich Town
0-1 Grant Ward ('38 )
1-1 Ben Brereton ('89 , víti)
2-1 Joe Lolley ('90 )

QPR 1 - 2 Preston NE
1-0 Matt Smith ('13 )
1-1 Callum Robinson ('45 )
1-2 Callum Robinson ('90 )

Reading 2 - 2 Sunderland
1-0 Liam Kelly ('20 , víti)
1-1 Paddy McNair ('47 )
1-2 Lee Cattermole ('66 )
2-2 Yann Kermorgant ('79 )

Sheffield Utd 1 - 1 Millwall
1-0 Leon Clarke ('74 )
1-1 Steve Morison ('76 )



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner