Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 14. apríl 2018 14:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Conte: Það var eins og við vildum þetta ekki
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, stjóri Chelsea, var ánægður með karkaterinn í sínum mönnum eftir 3-2 sigur á Southampton.

Chelsea lenti 2-0 undir en kom til baka og vann 3-2. Conte setti Olivier Giroud inn á eftir seinna mark Southampton en það átti eftir að breyta leiknum töluvert. Giroud skoraði tvö.

„Ég var mjög reiður með fyrri hálfleikinn. Það var eins og við vildum þetta ekki, við sýndum enga barátttu," segir Conte. „Ég var mjög vonsvikinn en í seinni hálfleiknum sýndum við góðan karakter, viðbröðgin voru frábær."

„Við verðum að vera ánægðir með seinni hálfleikinn."

Ljót tækling Marcos Alonso hefur fengið nokkuð umtal en Conte segist ekki hafa séð atvikið.

„Ég sá ekki atvikið , ég vil ekki tjá mig um ákvarðanir dómarans," sagði Conte.
Athugasemdir
banner
banner