Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 14. apríl 2018 17:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eiður var með síðast þegar Chelsea kom svona til baka
Frank Lampard faðmar hér Eið. Lampard skoraði sigurmarkið.
Frank Lampard faðmar hér Eið. Lampard skoraði sigurmarkið.
Mynd: Getty Images
Franski sóknarmaðurinn Olivier Giroud var maður leiksins þegar Chelsea vann endurkomusigur á Southampton í ensku úrvalsdeildinni. Giroud kom af bekknum og skoraði tvisvar.

Chelsea lenti 2-0 undir gegn Southampton en síðara mark Southampton kom á 60. mínútu. Þá ákvað Antonio Conte að breyta aðeins til, hann setti Giroud inn á og það átti eftir að reynast býsna góð ákvörðun hjá Ítalanum.

Giroud kom með kraft inn í leik Chelsea og skoraði tvisvar. Eden Hazard gerði eitt mark og Chelsea vann 3-2.

Síðast þegar Chelsea vann eftir að hafa lent tveimur mörkum undir var árið 2002 gegn Charlton. Þá spilaði Eiður Smári Guðjohnsen og var í hlutverki Giroud ef svo má segja.

Eiður byrjaði á bekknum og kom með kraft inn í leik Chelsea sem vann 3-2 sigur eftir mörk frá Gianfranco Zola og Frank Lampard á síðustu fimm mínútum leiksins.

Smelltu hér til að lesa leikskýrslu BBC frá leik Charlton og Chelsea þann 17. ágúst árið 2002.



Athugasemdir
banner