Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 14. apríl 2018 18:22
Gunnar Logi Gylfason
England: Ekkert fær stöðvað Salah - Rauf 40 marka múrinn
Salah skoraði sitt fertugasta mark á tímabilinu
Salah skoraði sitt fertugasta mark á tímabilinu
Mynd: Getty Images
Liverpool 3-0 Bournemouth
1-0 Sadio Mane (7')
2-0 Mohamed Salah (69')
3-0 Roberto Firmino (90')

Stuðningsmenn Liverpool eru í skýjunum með sína menn.

Eftir tvo frábæra sigra á Man City í Meistaradeildinni heldur liðið áfram að standa sig.

Í dag kom Bournemouth í heimsókn í Bítlaborgina. Það blés ekki byrlega fyrir gestina í upphafi leiks þar sem Sadio Mane kom heimamönnum í 1-0 strax á 7. mínútu leiksins.

Ekki var meira skorað í fyrri hálfleik.

Á 69. mínútu átti Alexander-Arnold háa sendingu yfir Nathan Ake í vörn Bournemouth. Mohamed Salah skallaði boltann yfir Begovic í markinu og kom heimamönnum í 2-0. Þetta var fertugasta mark Egyptans á tímabilinu og það lítur út fyrir að ekkert geti stöðvað hann!

Roberto Firmino innsiglaði svo sigurinn á 90.mínútu þegar hann skoraði þriðja mark heimamanna, eftir sendingu frá Oxlade-Chamberlain, og þar með hafði allt sóknartríó Liverpool komist á blað.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner