Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 14. apríl 2018 15:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Jóhann Berg lagði upp - Palace sigraði Brighton
Jóhann Berg í leiknum gegn Leicester.
Jóhann Berg í leiknum gegn Leicester.
Mynd: Getty Images
Zaha fagnar marki gegn Brighton.
Zaha fagnar marki gegn Brighton.
Mynd: Getty Images
Swansea er í 17. sæti, fimm stigum frá fallsæti.
Swansea er í 17. sæti, fimm stigum frá fallsæti.
Mynd: Getty Images
Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson var ekki lengi að láta til sín taka þegar Burnley lagði Leicester að velli og styrkti stöðu sína í Evrópubaráttunni.

Chris Wood kom Burnley yfir á sjöttu mínútu og nokkrum mínútum síðar var Kevin Long búinn að bæta við öðru marki eftir undirbúning frá Jóhann Berg, sem var að snúa aftur úr meiðslum.


Staðan var 2-0 í hálfleik fyrir Burnley en í seinni hálfleiknum, nánar tiltekið á 72. mínútu minnkaði Jamie Vardy muninn. Leicester komst hins vegar ekki lengra og urðu lokatölur 2-1.

Burnley heldur áfram að elta Arsenal og er aðeins tveimur stigum á eftir Arsene Wenger og hans mönnum. Gengi Burnley á tímabilinu hefur verið ótrúlegt og eru mjög góðar líkur á því að liðið muni spila í Evrópudeildinni á næstu leiktíð.

Svo lengi sem Southampton vinnur ekki enska bikarinn þá mun liðið sem endar í sjöunda sæti deildarinnar fara í Evrópudeildina.

Fyrri hálfleikur á milli Crystal Palace og Brighton var líklega einn sá fjörugasti á tímabilinu. Það er mikill rígur á milli liðanna og leikurinn byrjaði af miklum krafti. Wilfried Zaha og James Tomkins komu Palace í 2-0 áður en Glenn Murray minnkaði muninn á 18. mínútu. Wilfried Zaha skorðai aftur á 24. mínútu áður en Jose Izquierdo minnkaði aftur muninn fyrir Brighton.


Frábær fyrri hálfleikur en seinni hálfleikurinn var ekki eins fjörugur. Lokatölur 3-2 fyrir Palace og gríðarlega mikilvægur sigur þeirra staðreynd í þessum leik.

Palace er komið upp í 16. sæti sem eru slæm tíðindi fyrir Southampton og Stoke. Huddersfield vann einnig dramatískan sigur á Watford með marki í uppbótartíma.

Swansea er nú í 17. sæti, fimm stigum frá fallsæti. Swansea gerði 1-1 jafntefli gegn Everton. Gylfi Sigurðsson tók ekki þátt vegna meiðsla.

Hér að neðan eru úrslitin úr leikjunum sem hófust 14:00.

Burnley 2 - 1 Leicester City
1-0 Chris Wood ('6 )
2-0 Kevin Long ('9 )
2-1 Jamie Vardy ('72 )

Crystal Palace 3 - 2 Brighton
1-0 Wilfred Zaha ('5 )
2-0 James Tomkins ('14 )
2-1 Glenn Murray ('18 )
3-1 Wilfred Zaha ('24 )
3-2 Jose Izquierdo ('34 )

Huddersfield 1 - 0 Watford
1-0 Tom Ince ('90 )

Swansea 1 - 1 Everton
0-1 Kyle Naughton ('43 , sjálfsmark)
1-1 Jordan Ayew ('72 )

Leikur Liverpool og Bournemouth hefst klukkan 16:30. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner