Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 14. apríl 2018 09:55
Fótbolti.net
Gústi Gylfa, Eyjamenn og Meistaradeildin á X977
Ágúst Gylfason kom í heimsókn.
Ágúst Gylfason kom í heimsókn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson mæta í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 milli 12 og 14.

Elvar segir frá Færeyjaferð sinni og rætt verður um Betri deildina.

Drátturinn í undanúrslit Meistaradeildarinnar verður til umfjöllunar. Björn Már Ólafsson, stuðningsmaður Roma, verður á línunni en ítalska liðið mun mæta Liverpool.

Hitað verður upp fyrir Pepsi-deildina. Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks mætir í heimsókn og síðan koma tveir leikmenn ÍBV; miðjumennirnir Sindri Snær Magnússon og Atli Arnarson.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner