Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 14. apríl 2018 06:00
Ingólfur Stefánsson
Hazard: Mér er sama um tölfræði
Mynd: Getty Images
Eden Hazard leikmaður Chelsea segir að hann spái ekki í tölfræði sinni yfir tímabilið heldur einbeiti hann sér að því að hjálpa liðinu.

Hazard hefur ekki skorað né lagt upp mark í síðustu sex leikjum sínum fyrir Chelsea og liðið hefur einungis unnið einn leik af þeim.

Gengi Chelsea hefur ekki verið gott á árinu en liðið hefur einungis unnið þrjá af ellefu leikjum sínum í deildinni.

Eden Hazard var spurður út í tölfræði sína í viðtali hjá SkySports.

„Mér er sama um tölfræði. Ég hef ekki verið ánægður með spilamennsku mína síðustu tvo mánuði af því að úrslitin hafa ekki verið góð. Ég spila fyrir liðið en ekki fyrir mig. Ef ég spila vel en við vinnum ekki, þá er ég ekki ánægður."

„Ég myndi frekar vilja eiga mjög slæman leik ef við vinnum hann 1-0 heldur en að spila vel í tapi. Mér líkar ekki við tölfræði, ég hef spilað í langan tíma og ég fer alltaf á völlinn til þess að njóta mín."

„Ef ég get skorað þá skora ég, ef ég get lagt upp þá legg ég upp, en ég vill bara vera ánægður á vellinum. Ef liðið vinnur er ég ánægður."
Athugasemdir
banner
banner
banner