Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 14. apríl 2018 20:47
Gunnar Logi Gylfason
Ítalía: Lítið skorað í kvöld
Leikmönnum Inter Milan tókst ekki að skora í kvöld
Leikmönnum Inter Milan tókst ekki að skora í kvöld
Mynd: Getty Images
Öllum leikjum dagsins er nú lokið í Seria A á Ítalíu.

Ekki var mikið skorað í leikjum kvöldsins.

Leikur Chievo Verona og Torino endaði með markalausu jafntefli þar sem Mattia Bani, leikmaður Chievo Verona fékk rautt spjald undir lok leiksins. Torino er um miðja deild en Verona þremur stigum fyrir ofan fallsæti.

Þá vann Genoa, sem er í 11. sæti, Crotone, sem er í fallsæti eða 18.sæti. Aðeins eitt mark var skorað í þeim leik en það gerði Daniel Bessa á 28.mínútu.

Ekkert var skorað í leik Atalanta og Inter Milan. Þetta getur orðið dýrt fyrir Inter í baráttunni um Meistaradeildarsæti, liðið er í 5.sæti eftir leikinn og hefur jafnað höfuðborgarliðin Lazio og Roma að stigum en þau spila innbyrðis á morgun.

Atalanta er í baráttunni um að komast í Evrópudeildina.

Leikir kvöldsins
ChievoVerona 0 - 0 Torino
Rautt spjald: Mattia Bani (88')

Genoa 1 - 0 Crotone
1-0 Daniel Bessa (28')

Atalanta 0 - 0 Inter
Athugasemdir
banner
banner