Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 14. apríl 2018 14:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Le Tissier: Er til verri dómari en Mike Dean?
Mike Dean að störfum í dag.
Mike Dean að störfum í dag.
Mynd: Getty Images
Marcos Alonso, bakvörður Chelsea, var heppinn að sleppa við rautt spjald í leik gegn Southampton í dag.

Alonso fór í háskalega tæklingu á Shane Long, sóknarmanni Southampton, en Mike Dean, dómari, dæmdi ekkert.

Mark Hughes, stjóri Southampton, lét óánægju sína í ljós eftir leikinn og Southampton goðsögnin Matt Le Tissier gerði það líka.

„Hvernig dómarinn sá þetta ekki er fáránlegt," sagði Le Tissier í hálfleik. „Ef hann væri ekki svona hrokafullur þá myndi hann örugglega skammast sín fyrir að missa af þessari tæklingu."

„Alonso er bara að hugsa um eitt og það er að meiða Shane Long og Mike Dean er að horfa beint á þetta."

„Er til verri dómari en Mike Dean?" skrifaði Le Tissier svo á Twitter.



Athugasemdir
banner
banner