Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 14. apríl 2018 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meiðsli Ian Wright komu í veg fyrir skipti Óla Þórðar
Mynd: Fótbolti.net - Gísli Baldur
Gunnlaugur Jónsson fékk Ólaf Þórðarson í spjall í nýjasta þættinum af hlaðvarpsþættinum Návígi.

Ólafur var landsliðsmaður og atvinnumaður í fótbolta. Hann spilaði í Noregi frá 1989 til 1992, fyrst með Brann og þar eftir með Lyn. Hann var á einum tímapunkti nálægt því að fara í enska boltann og ganga í raðir Lundúnafélagsins Crystal Palace.

Árið var 1990 og Ólafur var þá 24 ára. Hann var á mála hjá Brann en hann fór til æfinga hjá Palace sem vildi svo kaupa hann. Í Návígi segir Ólafur: „Steve Coppell ætlaði að kaupa mig en þegar verið var að ganga frá þessu, þá fótbrotnar Ian Wright."

Wright var stjörnuframherji Crystal Palace og liðið þurfti að fá annan mann í hans stöðu. Ólafur var miðjumaður.

„Þeir voru komnir í bikarúrslit og það var mikið í húfi fyrir þá. Þeir höfðu ekki peninga til þess að kaupa senter og kaupa mig."

„Þetta var töluvert langt komið en svona er fótboltinn. Það er ekkert sem maður breytir."

Palace hefði þurft að borga 20-30 milljónir íslenskra króna fyrir Ólaf en liðið var á þessum tíma í efstu deild. Smelltu hér til að hlusta á Ólaf Þórðarson í Návígi.



Fyrri návígi:
Veigar Páll Gunnarsson
Rúnar Kristinsson
Ólafur Kristjánsson
Ólafur Jóhannesson
Heimir Hallgrímsson
Heimir Guðjónsson - Fyrri hluti
Heimir Guðjónsson - Seinni hluti

Sjá einnig:
Hlustaðu gegnum Podcast forrit
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner