Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 14. apríl 2018 16:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mjólkurbikarinn: Vestri gerði 18 mörk og Kári gerði 13
Bjarni Jóhannsson sá sína menn í Vestra skora 18 mörk!
Bjarni Jóhannsson sá sína menn í Vestra skora 18 mörk!
Mynd: Fótbolti.net - Orri Rafn Sigurðarson
Gunnlaugur spilaði með Ármanni í tapi gegn Fram.
Gunnlaugur spilaði með Ármanni í tapi gegn Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Afturelding komst áfram.
Afturelding komst áfram.
Mynd: Raggi Óla
Fyrsta umferð Mjólkurbikarsins er í gangi og var spilað í dag. Nokkur áhugaverð úrslit litu dagsins ljós.

Kóngarnir gerðu sér alls ekki góða ferð á Ísafjörð þar sem þeir fengu 18 mörk á sig gegn Vestra! Sergine Modou Fall, sem lék með ÍR í fyrrasumar, skoraði sjö mörk.

Víðir vann í Vestmannaeyjum gegn KFS, KFG burstaði Afríku og Kári sem verður í 2. deild í sumar fór ansi illa með Hörð frá Ísafirði.

Afturelding burstaði KFR og Skallagrímur lagði Stál-úlf með tveimur mörkum seint og síðar meir.

Ármann gamlar goðsagnir til þess að spila með sér gegn Fram en það skilaði ekki miklum árangri. Liðið tapaði 6-0.

Byrjunarlið Ármanns í dag: Þorsteinn Bjarnason, Gunnlaugur Jónsson, Kristinn Jóhannes Magnússon, Tommy Nielsen, Indriði Sigurðsson, Bjarnólfur Lárusson, Bjarki Gunnlaugsson, Garðar Jóhannsson, Sigurvin Ólafsson, Sigurbjörn Hreiðarsson og Atli Sveinn Þórarinsson.

Hér að neðan má sjá úrslit úr Mjólkurbikarnum.

KFS 2 - 6 Víðir
0-1 Ari Steinn Guðmundsson ('18)
1-1 Daníel Már Sigmarsson ('23)
2-1 Erik Ragnar Gíslason Ruiz ('33)
2-2 Fannar Orri Sævarsson ('55)
2-3 Nathan Ward ('64)
2-4 Milan Tasic ('67)
2-5 Pawel Grudzinski ('72)
2-6 Pawel Grudzinski ('90)

KFG 5 - 0 Afríka
1-0 Magnús Björgvinsson ('2)
2-0 Arnar Þór Ingason ('71)
3-0 Guðjón Viðarsson Scheving ('72)
4-0 Guðmundur Ásgeir Guðmundsson ('88)
5-0 Andri Geir Gunnarsson ('90)
Rautt spjald: Lukman Ayodeji Abidoye, Afríka ('89)

Fram 6 - 0 Ármann
1-0 Unnar Steinn Ingvarsson ('24)
2-0 Sjálfsmark ('27)
3-0 Orri Gunnarsson ('44)
4-0 Sjálfsmark ('60)
5-0 Guðmundur Magnússon ('85)
6-0 Helgi Guðjónsson ('90)
Rautt spjald: Sigurvin Ólafsson, Ármann ('90)

Kári 13 - 1 Hörður Í.
Mörk Kára: Alexander Már Þorláksson 4, Guðlaugur Þór Brandsson 2, Sindri Snæfells Kristinsson 2, Gyllfi Brynjar Stefánsson 2, Marinó Hilmar Ásgeirsson, Hlynur Sævar Jónsson, Birgir Steinn Ellingsen.
Mark Harðar: Daníel Þór Midgley.

Afturelding 6 - 1 KFR
Mörk Aftureldingar: Hlynur Magnússon 4, Andri Freyr Jónasson, Tryggvi Magnússon.

Vestri 18 - 2 Kóngarnir
Mörk Vestra: Sergine Modou Fall 7, Hjalti Hermann Gíslason 5, Zoran Plazonic 3, Pétur Bjarnason 2, Þórður Gunnar Hafþórsson.
Mörk Kónganna: Bjartur Ari Hansson og Aðalgeir Sigurðsson

Stál-Úlfur 0 - 2 Skallagrímur
0-1 Viktor Ingi Jakobsson ('85)
0-2 Ómar Logi Þorbjörnsson ('88)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner