Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 14. apríl 2018 17:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Samúel Kári með mark og tvær stoðsendingar
Samúel Kári í landsleik á dögunum. Hann er 22 ára.
Samúel Kári í landsleik á dögunum. Hann er 22 ára.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samúel Kári Friðjónsson átti fantagóðan leik fyrir Valerenga í Íslendingaslag í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Valerenga mætti Start í eina leik dagsins og voru tveir Íslendingar sem byrjuðu, Kristján Flóki Finnbogason fyrir Start og Samúel Kári fyrir Valerenga. Aron Friðjónsson var á bekknum hjá Start og kom ekkert við sögu. Hinn efnilegi Guðmundur Andri Tryggvason var ekki í leikmannahópnum hjá Start í dag.

Það dró strax til tíðinda á fimmtu mínútu þegar Simon Larsen, varnarmaður Start fékk að líta rauða spjaldið. Valerenga nýtti sér liðsmuninn og komst í 2-0, þó náði Start að minnka muninn.

Staðan var 2-1 í hálfleik. Í seinni hálfleiknum var komið að Samúel Kára að sýna að sé fínn í fótbolta. Hann lagði upp tvö mörk í upphafi seinni hálfleiksins og skoraði síðan sjálfur.

Staðan orðin 5-1 en leikurinn endaði 6-1 fyrir Valerenga sem var á útivelli í Kristiansand.

Eftir fimm leiki er Valerenga í öðru sæti deildarinnar með níu stig. Start er með þrjú stig eftir fjóra leiki í 15. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner