Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 14. apríl 2018 09:30
Ingólfur Stefánsson
Pep: United getur enn orðið meistari
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola stjóri Manchester City segir að það sé enn möguleiki á því að liðið verði ekki Englandsmeistari.

City þurfa 5 stig úr síðustu 6 leikjum sínum til þess að tryggja titilinn en liðið mætir Tottenham í dag.

Þeir hafa gengið í gegnum erfiða viku en ásamt því að detta út fyrir Liverpool í Meistaradeildinni töpuðu þeir fyrir nágrönnum sínum í Manchester United um síðustu helgi.

Guardiola vill ekki útiloka að liðið gangi í gegnum meiri erfiðleika í næstu leikjum.

„Það getur allt gerst. Fótbolti er tilfinningaþrungin íþrótt en við þurfum að einbeita okkur að leikjunum gegn Tottenham og Swansea."

„Síðan í nóvember hefur fólk titlað okkur sem meistara og sagt að við gætum ekki tapað stigum en í síðustu viku töpuðum við þremur leikjum, það getur allt gerst."

„Þetta er þó enn í okkar höndum og við erum tilbúnir í lokakafla tímabilsins."
Athugasemdir
banner
banner
banner