Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 14. apríl 2018 19:45
Gunnar Logi Gylfason
Pochettino segir Alli leggi sig frekar fram gegn stórliðum
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, segir að Dele Alli þurfi að spila gegn stórum liðum til að ná því besta úr sér.

„Við höfum alltaf sagt við hann að hann þurfti sterka andstæðinga til að gera sitt besta. Þegar þetta er létt - eða þegar hann heldur að þetta verði létt þá er hann ekki áhugasamur.

Þegar við erum að æfa skot á æfingum og það er enginn andstæðingur þurfum við að segja við hann 'Dele, þú getur skorað'."


Argentínumaðurinn hélt svo áfram: „En ef þú lætur hann spila gegn andstæðingum þá skorar hann ótrúleg mörk. Hann er svolítið sérstakur, með sérstaka hæfileika, sérstök manneskja.

Þess vegna talar fólk mikið um Dele Alli allt tímabilið. Hann er með sérstaka hæfileika, sérstaka orku, sérstakur leikmaður. Hann þarf að finna fyrir samkeppninni,"
sagði Mauricio Pochettino að lokum um þennan unga leikmann að lokum.

Dele Allir hefur skorað 12 mörk á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner