Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 14. apríl 2018 12:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salah og De Bruyne í baráttu - Sessegnon í sögubækurnar
Tilnefningar fyrir besta leikmanninn og besta unga leikmanninn
Verður Salah valinn besti leikmaðurinn?
Verður Salah valinn besti leikmaðurinn?
Mynd: Getty Images
Sessegnon kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn. Er það í fyrsta sinn sem leikmaður úr B-deild á möguleika á því.
Sessegnon kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn. Er það í fyrsta sinn sem leikmaður úr B-deild á möguleika á því.
Mynd: Getty Images
Búið er að tilkynna það hvaða leikmenn koma til greina sem leikmenn ársins í enska fótboltanum.

Topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Manchester City, á þrjá fulltrúa, en það eru David Silva, Kevin de Bruyne og Leroy Sane. Tveir markahæstu leikmenn deildarinnar, Mohamed Salah (Liverpool) og Harry Kane (Tottenham) koma líka til greina, ásamt David de Gea, markverði Manchester United.

De Bruyne og Salah þykja eiga mestan möguleika á því að hreppa verðlaunin en það eru leikmenn í leikmannasamtökunum sem kjósa.

Einnig hafa verið gefnar út tilnefningar fyrir besta unga leikmanninn en þar má einnig finna Harry Kane og Leroy Sane.

Til þess að eiga möguleika á því að vera besti ungi leikmaðurinn í enska fótboltanum á þessu tímabili, þá þarftu að vera 23 ára eða yngri þegar tímabilið er að byrja.

Kane sem verður 25 ára á þessu ári á því möguleika á verðlaunum eins og hinn 24 ára gamli Ederson, markvörður Man City.

Ásamt Sane, Kane og Ederson, þá koma Raheem Sterling, Marcus Rashford og Ryan Sessegnon einnig til greina. Sá síðastnefndi leikur með Fulham í Championship-deildinni en þetta er í fyrsta sinn sem leikmaður úr B-deildinni er tilnefndur fyrir þessi verðlaun.

Sessegnon er aðein 17 ára og hefur átt frábært tímabil og vakið áhuga hjá stærstu knattspyrnuliðum heims.

Tilkynnt verður um sigurvegara á verðlaunahátíð í Lundúnum þann 22. apríl. N'Golo Kante, miðjumaður Chelsea, var besti leikmaðurinn í fyrra og Dele Alli, miðjumaður Tottenham, var besti ungi leikmaðurinn.









Athugasemdir
banner
banner
banner