Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 14. apríl 2018 17:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tékkland: Sandra lagði upp eitt af átta mörkum
Mynd: Slavia Prag
Sandra María Jessen og stöllur hennar í Slavia Prag völtuðu yfir Viktoria Plzen í tékknesku úrvalsdeildinni í dag.

Sandra María spilaði 45 mínútur og lagði upp eitt af mörkum liðsins í mjög svo öruggum 8-1 sigri.

Slavia Prag hefur skorað 102 mörk í 14 leikjum í deildinni á þessu tímabili, það er ótrúlegt. Liðið er á toppnum með 40 stig en nú er framundan úrslitakeppni.

Fjögur efstu lið deildarinnar fara saman í riðli og verður spilað upp á meistaratitilinn sem Slavia Prag hefur unnið síðustu fjögur árin. Góðar líkur eru á því að liðið taki hann aftur.

Sandra verður hjá Slavia Prag til loka apríl en þá kemur hún heim fyrir keppni í Pepsi-deild kvenna í sumar þar sem hún mun spila með Íslandsmeisturum Þórs/KA.

Sjá einnig:
Sandra María: Mikilvægt að stíga út fyrir þægingarrammann
Athugasemdir
banner
banner
banner