Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   fim 14. maí 2015 16:39
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Blikar.is 
Atli Sigurjóns í Breiðablik (Staðfest)
Mynd: Blikar.is
„Ég taldi mig þurfa að spila meiri fótbolta og lýst frábærlega á Breiðablik, bæði fótboltalega og sem félag," segir Atli Sigurjónsson í samtali við Fótbolta.net.

Þessi hæfileikaríki 24 ára miðjumaður hefur yfirgefið herbúðir KR og gengið í raðir Breiðabliks en hann kom til liðsins 2012 frá uppeldisfélagi sínu, Þór á Akureyri.

Blikar eru með tvö stig að loknum tveimur umferðum en liðið mætir Keflavík á sunnudagskvöld í leik sem sýndur verður beint á Stöð 2 Sport.

Af blikar.is:
Einn af betri leikmönnum Íslands, Atli Sigurjónsson, hefur ákveðið að spila með Blikum í sumar. Hann var að skrifa undir 3 ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.

Atli, sem er uppalinn hjá Þór Akureyri, hefur að undanförnu verið hjá Knattspyrnufélagi Reykjavíkur. Atli er fæddur árið 1991 og er því 23 ára. Hann er öflugur sóknarmiðjumaður sem hefur leikið landsleiki með yngri landsliðum Íslands. Hann á að baki 87 leiki og 5 mörk með Þór Akureyri og 51 leik og 5 mörk með KR.

Knattspyrnudeild Breiðabliks fagnar komu þessa efnilega leikmanna og bindur miklar vonir við að hann smelli vel inn í hið léttleikandi Blikalið í sumar.

Áfram Blikar, alltaf, alls staðar!

Athugasemdir
banner
banner