Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fim 14. maí 2015 12:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara í 3. deild karla: 6-10. sæti
Einherja er spáð 6. sæti.
Einherja er spáð 6. sæti.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Berserkjum er spáð 7. sæti.
Berserkjum er spáð 7. sæti.
Mynd: Ómar Ingi Guðmundsson
Árni Þór Ármannsson spilandi aðstoðarþjálfari hjá Víði.
Árni Þór Ármannsson spilandi aðstoðarþjálfari hjá Víði.
Mynd: Fótbolti.net - Davíð Örn Óskarsson
Tryggvi gæti komið við sögu hjá KFS.
Tryggvi gæti komið við sögu hjá KFS.
Mynd: Eyjafréttir
Helgi Ármannsson er lykilmaður hjá KFR.
Helgi Ármannsson er lykilmaður hjá KFR.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Keppni í 3. deild karla hefst um helgina. Fótbolti.net fékk þjálfarana í deildinni til að spá fyrir um lokastöðuna.

Hér að neðan má sjá spána fyrir liðin í 6-10. sæti en efri hlutinn birtist á morgun.

6. Einherji 39 stig
Vopnfirðingar voru í bullandi fallbaráttu fram í lokaumferð á síðasta tímabili. Þeir tóku ekki þátt í Lengjubikarnum í ár og virðast vera með lítinn hóp. Þrátt fyrir að hafa verið í bullandi fallbaráttu á seinasta ári voru einungis þau lið sem fóru upp sem fengu færri mörk á sig en Einherji. Hins vegar skoruðu Einherji lang fæst mörk í deildinni í fyrra og það er eitthvað sem liðið þarf að bæta í sumar. Heimavöllurinn verður að vera sterkur til þess að liðið nái að halda sæti sínu í deildinni en varnarleikur mun væntanlega vera þeirra aðalsmerki áfram. Jón Orri Ólafsson er horfinn úr vörninni frá því í fyrra en í staðinn hefur Einherji krækt í Snorra Eldjárn Hauksson frá Dalvík/Reyni og þá eru búlgörsku leikmennirnir Dilyan Nikolaev Kolev og Todor Hristov mættir á Vopnafjörð eftir að hafa spilað með KF annars vegar og Víkingi hins vegar.
Lykilmenn: Sigurður Donys Sigurðsson, Snorri Eldjárn Hauksson, Todor Hristov.

7. Berserkir 38 stig
Berserkir eru erfiðir heim að sækja en þeir töpuðu einungis einum heimaleik í Fossvoginum í fyrra. Ferðalögin voru Berserkhjum ekki jafn happadrjúg endaði vantaði oft lykilmenn í þeim. Berserkir enduðu þrátt fyrir það í 3. sæti í 3. deildinni í fyrra en liðinu er spáð neðar í ár eftir brösótt gengi á undirbúningstímabilinu. Berserkir hafa alltaf spilað sóknarbolta og það verður væntanlega ekki breyting á því í sumar þó að sóknarleikuirnn hafi ekki verið jafn ölfugur í Lengjubikarnum eins og oft áður enda var liðið í B-deild í ár en ekki C-deild líkt og í fyrra.
Lykilmenn: Einar Guðnason, Kjartan Dige Baldursson, Marteinn Briem.

8. Víðir 37 stig
Víðismönnum gekk afleitlega í Lengjubikarnum og þeir eru ennþá að jafna sig eftir að hafa misst leikmenn í vetur. Þeir halda þó sóknarmanninum portúgalska Guilherme Silva Ramos sem á að sjá um markaskorun en einnig verður áhugavert að fylgjast með hinum 18 ára gamla Árna Gunnari Þorsteinssyni. Í vikunni komu Reynir Þór Valsson frá Þrótti Vogum og Ólafur Jón Jónson frá Njarðvík til að styrkja sóknarleikinn ennþá meira. Víðismenn fengu einungis þrjú stig á útivelli á seinasta tímabili og verða að gera betur ef ekki á illa að fara í sumar. Heimavöllurinn er samt gríðarlega sterkur og verða þeir að halda því við. Þá verða þjálfararnir Árni Þór Ármannsson og Rafn Markús Vilbergsson að leggja sitt að mörkum innan vallar einnig.
Lykilmenn: Árni Þór Ármannsson, Guilherme Emanuel Silva Ramos, Rafn Markús Vilbergsson.

9. KFS 22 stig
Eyjamennirnir komust óvænt upp í 3.deildina í ár þegar Grundfirðingar ákváðu að senda ekki lið til keppni. KFS menn eru alltaf afar erfiðir heim að sækja og fá lið sækja stig til Eyja. Þeir virðast hinsvegar vera í leikmannavandræðum þegar kemur að ferðalögum og gæti það háð liðinu. Jóhannes Harðarson þjálfari ÍBV og Tryggvi Guðmundsson aðstoðarþjálfari gætu tekið einhverja leiki með KFS í sumar og það yrði mikill liðsstyrkur. Ingólfur Þórarinsson, Veðurguð, er einig mættur til Eyja og ætti að vera lykilmaður. Ætli KFS að halda sér uppi verða þeir að taka sigra á heimavelli og reyna kroppa í stig á útivelli.
Lykilmenn: Egill Jóhannsson, Gunnar Páll Pálsson, Ingólfur Þórarinsson,

10. KFR 14 stig
Eftir að hafa verið í 2. deild sumarið 2012 og 3. deild undanfarin tvö tímabil er KFR spáð falli niður í neðstu deild í ár. KFR spilar skipulagðan varnarleik og beita hröðum skyndisóknum. Litlar breytingar eru á liðinu á milli ára og getur verið erfitt að brjóta þá niður. Á góðum degi geta þeir unnið hvaða lið sem er en geta einnig tapað fyrir öllum. Gengi KFR var ekki gott á undirbúningstímabilinu og liðið hefur ekki verið að skora nógu mikið af mörkum. Helgi Ármannsson verður að skora jafn mikið og á seinasta tímabili þegar hann skilaði 13 mörkum og hjálpaði KFR að enda í 5. sæti í 3. deildinni.
Lykilmenn: Guðmundur Garðar Sigfússon, Helgi Ármannsson, Hjörvar Sigurðsson.

Spá þjálfara í 3. deild karla:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. Einherji 39 stig
7. Berserkir 38 stig
8. Víðir 37 stig
9. KFS 22 stig
10. KFR 14 stig
Athugasemdir
banner