Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
banner
   sun 14. maí 2017 22:21
Brynjar Ingi Erluson
Guðjón Baldvins: Hólmbert búinn að vera svo „cocky"
Guðjón Baldvinsson skoraði í dag
Guðjón Baldvinsson skoraði í dag
Mynd: Raggi Óla
Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar, var sáttur með 3-1 sigur liðsins á Breiðablik í 3. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Guðjón skoraði eitt mark í kvöld og var öflugur í sóknarleik liðsins.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  3 Stjarnan

Stjörnumenn komust yfir í leiknum með marki frá Brynjari Gauta Guðjónssyni áður en Guðjón bætti við öðru eftir að hann hirti frákast úr vítinu sem Gunnleifur Gunnleifsson varði. Aron Bjarnason minnkaði muninn en Hilmar Árni Halldórsson gerði út um leikinn undir lok hans.

„Ég er mjög sáttur og ánægður með hvernig við brugðumst við í stöðinni 2-1. Þetta leit út á tímabili eins og við værum að fara að missa þetta niður en við töluðum okkur saman og ákváðum að halda þetta út og náðum að gera það," sagði Guðjón við fjölmiðla eftir leik.

Guðjón, Hólmbert Aron Friðjónsson, Baldur Sigurðsson og Hilmar Árni hafa leikið skemmtilega í sumar og virðast vera að mynda öflugt teymi fram á við en Guðjón tekur undir það.

„Við erum allir að skora mörk og vinna leiki, þannig maður getur ekki beðið um meira. Þetta á eftir að vaxa meðan formið vex."

„Það var svo langt síðan við höfum unnið en það var kominn tími á að við myndum taka sigur og við vorum vel gíraðir fyrir það."

Guðjón og Michee Efete, nýr varnarmaður Blika, tókust vel á í leiknum, en báðir fengu gult spjald fyrir að atast í hvorum öðrum.

„Hann er sterkur og það var vel tekið á. Ég held ég hafi náð að sparka duglega í andlitið á honum þegar hann tók hjólhest. Sá hefði steinlegið en neikvætt fyrir mig og hann."

Guðjón fiskaði vítaspyrnu er hann skaut í höndina á Efete og dæmdi Þorvaldur vítaspyrnu. Hólmbert fór á punktinn enn lét Gunnleif verja frá sér. Guðjón var mættur í frákastið og skoraði örugglega.

„Boltinn stefni að marki og boltinn fór klárlega í höndina á honum. Þetta var augljóst fyrir mér og gott að ná að setja hann inn.

„Ég hafði tilfinningunni fyrir því að Hólmbert færi að klúðra. Hann hefur verið svo „cocky" að hann klúðri ekki vítum, þannig ég var alltaf tilbúinn á kantinum og ég var á réttum stað þannig ég þakka honum fyrir þetta assist,"
sagði Guðjón í leikin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner