Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 14. maí 2017 18:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho: Viljum ekki spila leikina í ensku úrvalsdeildinni
Mourinho á hliðarlínunni í dag.
Mourinho á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Getty Images
„Eftir að þeir komust í 2-0 þá þurftum við að setja aðeins meiri gæði inn í liðið, við komum á meira jafnvægi," sagði Jose Mourinho, stjóri Manchester United, eftir 2-1 tap í dag.

„Ég er ánægður, ég er sáttur með einstaklingsframmistöður. Mörkin tvö sem við fengum á okkur voru slæm," sagði hann.

Man Utd mætti Tottenham, en um síðasta leikinn á White Hart Lane var að ræða. Sigur Tottenham var eiginlega aldrei í hættu, en Mourinho er eiginlega hættur að hugsa um ensku deildina.

„Þegar fólk segir að við höfum tekið áhættu með Evrópudeildinni, við tókum enga áhættu. Þú getur ekki spilað í tveimur stórum keppnum með 15 leikmönnum. Þeir sem þurftu að spila 90 mínútur, fengu að spila, við sluppum við meiðsli."

„Í augnablikinu, eru leikirnir í ensku úrvalsdeildinni, þeir leikir sem við viljum ekki spila," sagði Mourinho.

Framundan er úrslitaleikur í Evrópudeildinni gegn Ajax.

„Ég vil ekki hugsa um næsta tímabil - ég vil hugsa um úrslitaleikinn sem við verðum að spila."

Úrslitaleikur Man Utd og Ajax í Evrópudeildinni fer fram á Vinavöllum í Stokkhólmi miðvikudaginn 24. maí næstkomandi. Ef United tekst að vinna þann leik þá verða þeir með í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner