Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
   sun 14. maí 2017 22:30
Brynjar Ingi Erluson
Siggi Víðis: Stóðum okkur frábærlega vel
Sigurður Víðisson, þjálfari Breiðabliks, hér til vinstri á myndinni. Arnar Grétarsson er með honum á myndinni
Sigurður Víðisson, þjálfari Breiðabliks, hér til vinstri á myndinni. Arnar Grétarsson er með honum á myndinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Víðisson, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með leik sinna manna þrátt fyrir 3-1 tap gegn Stjörnunni í 3. umferð Pepsi-deildar karla í dag. Þetta var fyrsti leikurinn sem hann stýrir liðinu en Arnar Grétarsson var látinn taka poka sinn á dögunum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  3 Stjarnan

Blikar töpuðu þriðja leik sínum í röð í deildinni af jafnmörgum og var Arnar Grétarsson látinn taka poka sinn úr þjálfarastólnum eftir tapið gegn Fjölni.

Það var líf í Blikunum þrátt fyrir tapið og var Sigurður nokkuð ánægður með spilamennskuna og viljann.

„Þetta var tap en við stóðum okkur frábærlega vel. Við spiluðum frábæran leik þrátt fyrir þessi skítamörk sem við fengum á okkur. Ég er mjög ánægður með strákanna og mikil framför," sagði Sigurður við fjölmiðla.

Michee Efete, sem kom á láni frá Norwich City á dögunum, byrjaði í dag, en Sigurður er ánægður með hann.

„Við sóttum þetta grimmt og reyndum að skora, það var mjög gott. Efete var mjög góður, þetta er hörkuleikmaður, grjótharður og með fínar sendingar."

Viktor Örn Margeirsson leysti hægri bakvarðarstöðuna í dag í fjarveru Guðmundar Friðrikssonar sem var veikur en Sigurður var ánægður með Viktor í þeirri stöðu.

„Mér fannst við ekkert opnir. Viktor var flottur, leysti þetta ágætlega því Gummi var veikur."

Hrvoje Tokic kom til liðsins fyrir tímabilið eftir að hafa spilað glimrandi vel með Víking Ólafsvík undanfarin sumur en hann er ekki enn kominn á blað. Sigurður hefur litlar áhyggjur af því.

„Hann skorar bara meira í seinni umferðinni. Við ætluðum að vera búnir að skora fyrir löngu félagarnir en það hefur ekki gengið," sagði Sigurður.

Óljóst er hver kemur til með að stýra Blikaliðinu í framtíðinni en Sigurður veit ekki hvort hann verður áfram sem þjálfari eða hvort annar kemur í staðinn. Það ætti þó að skýrast bráðlega.

„Við erum ekkert að fara á taugum, andinn er góður í liðinu. Við ætluðum ekkert að ræða meira það sem er í gangi, við erum bjartsýnir á framhaldið. Ég hef ekki hugmynd, það kemur í ljós," sagði Sigurður í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner