Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 14. júní 2014 15:57
Alexander Freyr Tamimi
1. deild: Garðar með þrennu - Leiknir fékk loks á sig mark
Garðar Gunnlaugs skoraði þrennu.
Garðar Gunnlaugs skoraði þrennu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Ingi braut múr Leiknismanna.
Magnús Ingi braut múr Leiknismanna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjórir leikir fóru fram í 1. deildinni klukkan 14:00 í dag.

Leiknir fékk á sig sitt fyrsta mark í sumar þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Selfoss í Breiðholtinu í dag. Leiknismenn komust yfir á 61. mínútu með marki frá Hilmari Árna Halldórssyni, en Magnús Ingi Einarsson jafnaði metin fyrir Selfoss.

ÍA burstaði Tindastól, 5-0, fyrir norðan. Framherjinn Garðar Gunnlaugsson skoraði þrennu í leiknum.

HK vann 4-2 sigur gegn Víkingi Ólafsvík í mögnuðum leik. HK leiddi 2-0 í hálfleik með mörkum frá Viktori Unnari Illugasyni og Guðmundi Atla Steinþórssyni, en strax í byrjun seinni hálfleiks tókst Ólafsvíkingum að jafna.

HK bætti þá við tveimur mörkum og Tomasz Luba fékk rautt spjald, lokatölur 4-2.

KA vann 3-1 útisigur gegn BÍ/Bolungarvík.

BÍ/Bolungarvík 1 - 3 KA
0-1 Atli Sveinn Þórarinsson ('37)
1-1 Björgvin Stefánsson ('41)
1-2 Jóhann Helgason ('64)
1-3 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('90)
Rautt spjald: Arsenij Buinickij, KA ('66)

Leiknir R. 1 - 1 Selfoss
1-0 Hilmar Árni Halldórsson ('61)
1-1 Magnús Ingi Einarsson ('78)

Tindastóll 0 - 5 ÍA
0-1 Garðar Bergmann Gunnlaugsson ('9)
0-2 Garðar Bergmann Gunnlaugsson ('45)
0-3 Ármann Smári Björnsson ('60)
0-4 Wentsel Steinarr Ragnarsson Kamban ('67)
0-5 Garðar Bergmann Gunnlaugsson ('70)

HK 4 - 2 Víkingur Ó
1-0 Viktor Unnar Illugason ('33)
2-0 Guðmundur Atli Steinþórsson ('45, víti)
2-1 Antonio Jose Espinosa Mossi ('48)
2-2 Eyþór Helgi Birgisson ('51)
3-2 Atli Valsson ('59)
4-2 Guðmundur Atli Steinþórsson ('66)
Rautt spjald: Tomasz Luba, Víkingur Ó ('63)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner