Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Nýir tímar í Laugardalnum - „Mér finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
banner
   mið 14. júní 2017 15:04
Hafliði Breiðfjörð
„Arsenal var mjög spennt fyrir því að koma til Íslands''
Ebrahim Bojang í höfuðsstöðvum KSÍ í dag.
Ebrahim Bojang í höfuðsstöðvum KSÍ í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arsenal kom til greina en þarf að spila um Samfélagsskjöldinn sömu helgi.
Arsenal kom til greina en þarf að spila um Samfélagsskjöldinn sömu helgi.
Mynd: Getty Images
„Þetta byrjaði þegar þið stóðuð ykkur svona vel á Evrópumótinu," sagði Ebrahim Bojang sem stendur fyrir ofurleiknum í Laugardalnum um Verslunarmannahelgina en þá mætast Manchester City og West Ham í lokaleik liðanna fyrir ensku úrvalsdeildina.

Tilkynnt var um viðureignina í höfuðsstöðum KSÍ í dag en leikurinn fer fram föstudaginn 4. ágúst klukkan 14:00 að íslenskum tíma. Það er um verslunarmannahelgina.

„Það vilja allir koma á þetta eldfjallaland, þið eruð með svo mikla ástríðu fyrir fótboltanum og við fáum stundum brjálaðar hugmyndir. Þegar við byrjuðum á þessu höfðu ekki allir trú á þessu en þegar á þetta leið gekk þetta mjög vel. Við fengum góðar mótttökur hjá KSÍ og Reykjavíkurborg auk þess sem Manchester City og West Ham finnst frábært að koma til Reykjavíkur."

Fyrirtækið sem Ebrahim starfar fyrir var með tvö leiki í Svíþjóð í fyrra en hann sagði að Reykjavík hafi verið fyrsti valkostur hjá þeim í ár. En hvað á hann von á mörgum stuðingsmönnum frá Englandi?

„Þetta er fyrst og fremst leikur fyrir íslenska stuðningsmenn. Við treystum ekki á að fá stuðningsmenn frá Englandi, ef þeir eru hérna fyrir þá er þeim velkomið að koma á leikinn, en þetta er leikur fyrir íslenska fólkið."

Orðrómur hafði verið uppi um að Arsenal myndi koma hingað til lands og spila þennan leik ef liðið hefði ekki unnið enska bikarinn, FA Cup. Hvað segir Ebrahim við því?

„Við ræddum við mörg félög og Arsenal var eitt þeirra. Það var möguleiki, Arsenal voru mjög spenntir fyrir því að koma til Íslands en það voru City og West Ham líka og önnur félög sem við ræddum við. En það eru alltaf einhverjar breytur í þessu og niðurstaðan varð West Ham og Man City. Kannski verður það Arsenal næst."

Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu að ofan.

Sjá einnig:
Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn
Ætla að slá áhorfendametið á Íslandi
Guardiola: Reykjavík er stórkostleg borg
Bilic: Ísland fangaði hug allra í fyrra
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner