„Það er alltaf jafn svekkjandi að tapa leik og hvað þá að tapa leik með síðustu spyrnu leiksins,“sagði Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks, eftir 1-2 tap gegn Val í kvöld. „Ef við lærum af þessu er það gott en mér finnst við vera of mikið að læra af okkar eigin mistökum.“
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 2 Valur
Valur skoraði alveg í blálokin og voru margir á því að það hefði átt að vera búið að flauta leikinn af. „Dómarann? Ég veit ekki hvað þú ert að tala um. Þeir eiga allavega ekki skilið ókeypis auglýsingu hjá mér,“ sagði Milos en viðtalið í heild má sjá í spilaranum.
Athugasemdir