Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 14. júní 2018 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ellefu dögum síðar er Afobe orðinn leikmaður Stoke
Benik Afobe.
Benik Afobe.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Benik Afobe er genginn í raðir Stoke á sex mánaða lánssamningi frá Wolves. Stoke mun þurfa að kaupa Afobe eftir að lánssamningnum lýkur.

Talið er að Stoke muni greiða 12,5 milljónir punda fyrir Afobe.

Þetta eru afar athyglisverð félagasipti í ljósi þess að Afobe gerðist leikmaður Wolves 11 dögum áður en hann Stoke keypti hann. Úlfarnir keyptu Afobe frá Bournemouth fyrir 10 milljónir en 11 dögum síðar var hann seldur til Stoke.

Afobe var í láni hjá Wolves síðari hluta tímabilsins og félagið nýtti sér klásúlu til að kaupa hann eftir tímabilið. Félagið nælir sér í nokkru pund með sölunni á honum.

Stoke féll úr ensku úrvalsdeildinn á dögunum en Gary Rowett tók við liðinu og á að koma því beint aftur upp.

Afobe er annar leikmaðurinn sem Stoke kaupir í sumar. Nígeríski landsliðsmaðurinn Oghenekaro Etebo kom á mánudaginn.

Á meðan hefur Wolves nælt í mexíkóska sóknarmanninn Raul Jimenez.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner