Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Nik ósáttur við KSÍ: Sýndu skipulagsleysi
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
   fim 14. júní 2018 10:00
Magnús Már Einarsson
Emil: Bið Freysa um video af þessum gæum
Icelandair
Emil á æfingu í vikunni.
Emil á æfingu í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„KSÍ og þeir sem hafa skipulagt þetta fyrir okkur eiga ótrúlega mikið hrós skilið. Það er erfitt að hafa þetta betra en það er," sagði Emil Hallfreðsson í dag aðspurður út í aðstæður íslenska landsliðsins í Rússlandi.

Íslenska landsliðið heldur í dag til Moskvu þar sem það mætir Argentínu í fyrsta leik á HM á laugardaginn. Íslenska liðið er að kortleggja Argentínumenn fyrir leikinn á laugardag.

„Við tókum góðan fund í gær og við tókum líka fund á Íslandi. Við þekkjum aðeins til þeirra en við fórum yfir alls konar taktíska fundi sem var gott að fara yfir."

„Þeir hafa ekki marga veikleika en við ætlum að reyna að nýta okkur það sem við teljum vera veikleika og vonandi heppnast það."

Emil hefur sjálfur mætt leikmönnum í argentínska liðinu í leikjum í Serie A á Ítalíu.

„Ég kannast við Lucas Biglia sem spilaði með Lazio og spilar með AC Milan núna. Ég hef spilað nokkrum sinnum a móti honum og þekki til hans. Síðan þekkir maður hina gæana líka. Ég bið Freysa (Frey Alexandersson) um að fá 3-4 video af þessum gæum til að skoða hreyfingar og sjá hvernig þeir vilja gera þetta."

Emil spilaði lítið með Udinese síðari hluta tímabils en hann lék lokaleiki tímabilsins. Emil byrjaði bæði gegn Noregi og Gana og hann er í fínu standi fyrir HM.

„Ég er ótrúlega sáttur. Maður var orðinn svolítið þreyttur á því í lok tímabilsins að fá ekki að spila hjá Udinese undir lok tímabils. Ég spilaði síðustu tvo leikina og það var frábært fyrir mig. Ég er í 100% standi og klár ef þess þarf."

Íslenskir stuðningsmenn fóru á kostum á EM í Frakklandi og Emil er spenntur fyrir því að spila fyrir framan þá.

„Þetta var alltaf gæsahúð í Frakklandi. Það verður ótrúlega spennandi og skemmtilegt að takast á við þetta verkefni með þeim," sagði Emil.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner