Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 14. júní 2018 12:17
Arnar Daði Arnarsson
Gelendzhik
Rúrik: Heimir velur alltaf rétt byrjunarlið
Icelandair
Rúrik
Rúrik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta hefur verið að byggjast upp hægt og rólega. Ég get alveg vottað fyrir það að það er smá spenna í hópnum," sagði Rúrik Gíslason leikmaður Sandhausen og íslenska landsliðsins.

Íslenskaliðið æfir í dag í Gelendzhik fyrir hádegi og flýgur síðan yfir til Moskvu seinni partinn. Liðið mætir síðan Argentínu í höfuðborginni á laugardaginn klukkan 13:00.

Rúrik segir að liðið sé vel undirbúið fyrir leikinn á laugardaginn.

„Ég veit nú ekki töluna á því hversu oft við höfum fundað um þá, en það er nokkrum sinnum og síðasti fundur var í gærkvöldi þar sem við fórum yfir sóknar- og varnarleik. Ég held að við getum ekki verið miklu meira undirbúnir," sagði Rúrik sem vonast til að fá mínútur á laugardaginn.

„Það hefur ekkert gefið til kynna í þeim efnum. Eins og áður held ég að byrjunarliðið verði rétta byrjunarliðið. Það eru held ég allir í hópnum með mikilvæg hlutverk, hvort sem það er inn á vellinum eða utan vallar. Ég held að það sé mikilvægt að við séum saman í þessu en auðvitað langar öllum að spila," sagði Rúrik sem vildi lítið gefa upp hvort hann væri bjartsýnn á það að byrja leikinn á laugardaginn.

„Ég er alltaf klár ef kallið kemur. Heimir hefur alltaf einhvern vegin valið rétta byrjunarliðið og það verður líka þannig núna."

Viðtalið í heild sinni við Rúrik má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner