Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   mán 14. júlí 2014 21:45
Magnús Már Einarsson
Gummi Ben: Ótrúlega margir Ástralir klárir í að koma
Guðmundur Benediktsson.
Guðmundur Benediktsson.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
,,Það er léttara yfir manni þegar maður vinnur fótboltaleiki og lífið verður einhverneginn skemmtilegra," sagði Guðmundur Benediktsson þjálfari Breiðabliks eftir 2-1 útisigur liðsins gegn Val í kvöld.

,,Menn lögðu allt í þetta hér í dag. Við vorum búnir að skoða Valsliðið vel og náðum að gera vel með því að loka á þeirra styrkleika."

Lestu um leikinn: Valur 1 -  2 Breiðablik

Guðmundur fékk boltann nokkrum sinnum á hliðarlínunni í kvöld og sýndi gamla takta við fögnuð áhorfenda.

,,Lipur og ekki lipur tilþrif. Ég fékk boltann í andlitið einu sinni en boltinn sótti til mín og það er ánægjulegt að boltinn sæki aðeins ennþá til manns."

Félagaskiptaglugginn opnar á miðnætti en Guðmundur veit ekki hvort liðsstyrkur muni berast í Kópavoginn.

,,Það er voða lítið í pípunum. Það eru endalaus gylliboð frá ýmsum heimsálfum reyndar. Við eins og aðrir munum skoða hlutina en það er ekkert neglt og það þarf ekki að vera að það gerist neitt. Maður hefur kynnst ýmsu í þessum bransa," sagði Guðmundur en hvaðan eru flest tilboðin að koma?

,,Ástralíu. Eftir að þeir komust ekki á handboltamótið eru ótrúlega margir Ástralir klárir," sagði Guðmundur léttur í bragði.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner