,,Það er léttara yfir manni þegar maður vinnur fótboltaleiki og lífið verður einhverneginn skemmtilegra," sagði Guðmundur Benediktsson þjálfari Breiðabliks eftir 2-1 útisigur liðsins gegn Val í kvöld.
,,Menn lögðu allt í þetta hér í dag. Við vorum búnir að skoða Valsliðið vel og náðum að gera vel með því að loka á þeirra styrkleika."
,,Menn lögðu allt í þetta hér í dag. Við vorum búnir að skoða Valsliðið vel og náðum að gera vel með því að loka á þeirra styrkleika."
Lestu um leikinn: Valur 1 - 2 Breiðablik
Guðmundur fékk boltann nokkrum sinnum á hliðarlínunni í kvöld og sýndi gamla takta við fögnuð áhorfenda.
,,Lipur og ekki lipur tilþrif. Ég fékk boltann í andlitið einu sinni en boltinn sótti til mín og það er ánægjulegt að boltinn sæki aðeins ennþá til manns."
Félagaskiptaglugginn opnar á miðnætti en Guðmundur veit ekki hvort liðsstyrkur muni berast í Kópavoginn.
,,Það er voða lítið í pípunum. Það eru endalaus gylliboð frá ýmsum heimsálfum reyndar. Við eins og aðrir munum skoða hlutina en það er ekkert neglt og það þarf ekki að vera að það gerist neitt. Maður hefur kynnst ýmsu í þessum bransa," sagði Guðmundur en hvaðan eru flest tilboðin að koma?
,,Ástralíu. Eftir að þeir komust ekki á handboltamótið eru ótrúlega margir Ástralir klárir," sagði Guðmundur léttur í bragði.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir