Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. júlí 2015 21:11
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi-kvenna: Toppliðin unnu - Valur í þriðja sæti
Fanndís hefur verið að raða inn mörkunum.
Fanndís hefur verið að raða inn mörkunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fanndís Friðriksdóttir virðist ekki geta hætt að skora þessa dagana og gerði hún bæði mörk Blika sem lögðu botnbaráttulið Þróttar R. af velli í kvöld.

Ana Victoria Cate gerði eina mark Stjörnunnar sem lagði KR og þá gerði Berglind Björg Þorvaldsdóttir eina mark Fylkis sem hafði betur gegn sterku liði Selfyssinga á útivelli.

Valur lenti þá ekki í vandræðum með botnlið Aftureldingar og gerði fimm mörk á N1-vellinum Varmá.

Breiðablik er með fjögurra stiga forystu á toppi Pepsi-deildarinnar en ríkjandi meistarar Stjörnunnar fylgja fast á eftir eftir brösuga byrjun. Valur er kominn uppfyrir Selfoss í þriðja sæti á meðan Selfossstúlkur eru aðeins búnar að fá tvö stig af síðustu tólf mögulegum. Fylkir er aðeins einu stigi á eftir Selfossi og tveimur stigum á eftir Val sem á þó leik til góða.

Selfoss 0 - 1 Fylkir
0-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('52)

Þróttur R. 0 - 2 Breiðablik
0-1 Fanndís Friðriksdóttir ('19)
0-2 Fanndís Friðriksdóttir ('81)

KR 0 - 1 Stjarnan
0-1 Ana Victoria Cate ('37)

Afturelding 1 - 5 Valur
0-1 Elín Metta Jensen ('12)
0-2 Katia Maanane ('16)
0-3 Vesna Elísa Smiljkovic ('32)
0-4 Hildur Antonsdóttir ('42)
1-4 Gunnhildur Ómarsdóttir ('69, víti)
1-5 Katia Maanane ('75)
Athugasemdir
banner
banner