Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 14. júlí 2016 15:53
Magnús Már Einarsson
Grindavík fær markvörð (Staðfest)
Úr leik hjá Grindavík í sumar.
Úr leik hjá Grindavík í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Grindavík hefur fengið markvörðinn Kristijan Jajalo í sínar raðir en þetta staðfesti Óli Stefán Flóventsson þjálfari liðsins við Fótbolta.net í dag.

Að sögn Óla kom Kristijan til landsins á dögunum en beðið er eftir leikheimild fyrir hann.

Kristijan er 23 ára gamall en hann kemur frá Bosníu-Hersegóvínu.

Kristijan hefur meðal annars verið á mála hjá Dinamo Zagreb í Króatíu á ferli sínum.

Hlynur Örn Hlöðversson hefur varið mark Grindavíkur í sumar en hann er í láni frá Breiðabliki.

Maciej Majewski, markvörður Grindvíkinga, sleit hásin í mars og þá kom Anton Ari Einarsson á láni frá Val. Anton var kallaður til baka í Val í maí þegar Ingvar Kale meiddist og í kjölfarið kom Hlynur til Grindvíkinga.

Grindavík er í 4. sæti í Inkasso-deildinni en næsti leikur liðsins er gegn Fram á laugardag.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner