Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 14. júlí 2017 10:48
Magnús Már Einarsson
Eigendur Swansea: Vonsviknir með ákvörðun Gylfa
Skjóta á Everton
Gylfi í æfingaleik Swansea og Barnet í fyrrakvöld.
Gylfi í æfingaleik Swansea og Barnet í fyrrakvöld.
Mynd: Getty Images
Steve Kaplan og Jason Levien, eigendur Swansea, segjast vonsviknir með að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki farið með liðinu í æfingaferð til Bandaríkjanna í gær.

Everton og Leicester vilja fá Gylfa í sínar raðir og hafa bæði lagt fram 40 milljóna punda tilboð sem hefur verið hafnað. Swansea vill fá 50 milljónir punda fyrir Gylfa.

Gylfi ákvað að fara ekki með Swansea í æfingaferð til Bandaríkjanna í gærmorgun. Swansea sagði í yfirlýsingu í gær að Gylfi hefði ekki talið sig vera með rétta hugarfarið til að fara í ferðina vegna óvissunar sem er í gangi.

„Við erum vonsviknir með að Gylfi hafi tekið þá ákvörðun að fara ekki með liðsfélögum sínum til Ameríku þar sem liðið er að vinna ásamt þjálfaraliðinu í undirbúningi fyrir komandi tímabil," sagði í yfirlýsingu frá Kaplan og Levien.

Eigendurnir skutu einnig skotum á Everton um að félagið hafi rætt ólöglega við Gylfa.

„Í augnablikinu höfum við ekki fengið neitt tilboð sem við teljum endurspegla sanngjarnt verð fyrir Gylfa þar sem hann er mjög mikilvægur fyrir okkar félag."

„Eins og við höfum greint frá þá látum við ekki neyða okkur í að samþykkja tilboð fyrr en eitthvað félag borgar uppsett verð okkar fyrir leikmanninn. Þá skiptir engu máli hvort félagið telji að það hafi náð samkomulagi við leikmanninn. Slíkt samkomulag væri augljóslega brot á reglum ensku úrvalsdeildarinnar."

„Við berum ómælda virðingu fyrir Gylfa sem persónu og leikmanni og erum vongóðir um að hann muni endurskoða ákvörðun sína og koma til móts við liðsfélaga sína í æfingaferðinni."

Athugasemdir
banner
banner
banner