Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 14. júlí 2017 14:36
Magnús Már Einarsson
Kyle Walker til Manchester City (Staðfest)
Dýrasti varnarmaðurinn í sögunni
Mættur til Manchester City.
Mættur til Manchester City.
Mynd: Manchester City
Manchester City hefur keypt hægri bakvörðinn Kyle Walker frá Tottenham á 50 milljónir punda. Walker er um leið dýrasti varnarmaður sögunnar.

Hinn 27 ára gamli Walker skrifaði undir fimm ára samning við Manchester City.

„Ég er í skýjunum með að skrifa undir hjá City og get ekki beðið eftir að byrja," sagði Walker eftir undirskrift.

Walker kom til Tottenham frá Sheffield United árið 2009 og lék alls 228 leiki með Spurs á ferli sínum þar.

Hann er þriðji leikmaðurinn sem Manchester City kaupir í sumar en áður höfðu Bernardo Silva komið frá Mónakó og markvörðurinn Ederson frá Benfica.

Ekki missa af Super match á Laugardalsvelli
Manchester City og West Ham mætast á Laugardalsvelli klukkan 14:00 föstudaginn 4. ágúst. Kræktu þér í miða á midi.is.
Athugasemdir
banner
banner
banner