Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 14. júlí 2017 10:00
Magnús Már Einarsson
Liverpool og Chelsea berjast um Aubameyang
Powerade
Aubameyang gæti verið á leið í enska boltann.
Aubameyang gæti verið á leið í enska boltann.
Mynd: Getty Images
David De Gea gæti farið til Real Madrid.
David De Gea gæti farið til Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að helsta slúðrinu á þessum fína föstudegi. Skoðum pakkann.



Liverpool og Chelsea vilja bæði fá Pierre-Emeric Aubameyang (28) frá Borussia Dortmund á 65 milljónir punda. (Sun)

Dortmund hefur sagt Aubameyang að ákveða framtíð sína áður en félagið fer í æfingaferð til Sviss þann 24. júlí. (London Evening Standard)

David De Gea (26), markvörður Manchester United, vill fara til Real Madrid í sumar. Hann hefur beðið umboðsmann sinn Jorge Mendes að ganga frá samningum. (Daily Express)

Manchester City er reiðbúið að borga tæpar 50 milljónir punda til að fá vinstri bakvörðinn Benjamin Mendy (22) frá Mónakó. (Daily Mirror)

Chelsea ætlar að kaupa Tiemoue Bakayoko (22) frá Mónakó á 39,7 milljónir punda á næsta sólarhringnum. (Daily Express)

RB Leipzig hefur hafnað nýju 57 milljóna punda tilboði frá Liverpool í miðjumanninn Naby Keita (22). (Daily Mirror)

Gylfi Þór SIgurðsson (27) ætlar að hafna Leicester og ganga frekar í raðir Everton. (Leicester Mercury)

West Ham er nálægt því að ganga frá lánssamningi á markverðinum Joe Hart (30) frá Manchester City. (Independent)

Newcastle fær markvörðinn Darren Randolph (30) frá West Ham ef Hart kemur til Hamranna. (Newcastle Chronicle)

Hector Bellerin (22), varnarmaður Arsenal, fer ekki til Barcelona þar sem spænska félagið hefur krækt í Nelson Semedo (23) frá Benfica. (London Evening Standard)

Roma hefur boðið 29 milljónir punda í Riyad Mahrez hjá Leicester (26). Enska félagið vill hins vegar fá 50 milljónir punda fyrir Mahrez. (Daily Mail)

Burnley ætlar að hafa betur gegn Middlesbrough í baráttunni um Britt Assombalonga (26) framherja Nottingham Forest. (Nottingham Post)

Tottenham ætlar að fá hægri bakvörðinn Ricaro Pereira (23) frá Porto á 22 milljónir punda til að fylla skarð Kyle Walker sem er á förum til Manchester City. (Times)

Tottenham er nálægt því að kaupa argentínska varnarmanninn Juan Foyth frá Estudiantes. (ESPN)

Kínverska félagið Tianjin Quanjian hefur boðið Alvaro Morata (24) samning upp á 26 milljónir punda á ári. (Onda Cero)

Steven Caulker (25), varnarmaður QPR, er á leið í viðræður við Celtic. (Daily Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner