Hlynur Svan Eiríksson var að vonum sáttur með stigin þrjú sem liðið sótti gegn Val í kvöld í Pepsi deild kvenna á Kópavogsvelli. Þessi stig nánast gulltryggja Breiðablik annað sætið og hjálpa þeim mikið í eltingarleiknum við Stjörnuna sem sitja þægilega í toppsætinu. Hlynur var þó ekki nægilega sáttur með spilamennsku síns liðs í leiknum.
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 0 Valur
,,Þetta var rosalega erfiður leikur, mér fannst við aldrei komast almennilega inn í leikinn. Við fórum yfir þetta í hálfleik og okkur fannst við hreinlega ekki byrjaðar. Seinni hálfleikur var betri af okkar hálfu en sætur var sigurinn," sagði Hlynur í samtali við Fótbolta.net.
Hlynur var ekki sammála þeirri fullyrðingu þegar blaðamaður Fótbolta.net sagði að Stjarnan væru með nokkurn veginn yfirburðar lið.
,,Þær eru með gott lið en ég segi ekkert yfirburðar lið, við erum búnar að spila við þær fjórum sinnum í sumar og við erum ekkert langt á eftir þeim, langt því frá."
Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir