fim 14. ágúst 2014 22:30
Magnús Már Einarsson
Stór Sam ætlar í topp tíu
Sam Allardyce.
Sam Allardyce.
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce, stjóri West Ham, stefnir á að enda í efri hluta ensku úrvalsdeildarinnar á komandi tímabili.

West Ham endaði í 13. sæti á síðasta tímabili eftir að hafa verið í basli lengi vel.

Stóri Sam hefur verið með veskið á lofti í sumar en hann keypti meðal annars framherjann Enner Valencia á dögunum.

,,Við stefnum á tíunda sæti eða ofar og við viljum skora meira en á síðasta tímabili. Það er eitthvað sem við getum náð," sagði Stóri Sam.

Stuðningsmenn West Ham hafa margir gagnrýnt einhæfan sóknarleik West Ham sem byggist mikið á löngum boltum en Teddy Sheringham er kominn í þjálfaralið félagsins til að reyna að breyta því.
Athugasemdir
banner
banner
banner