Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fim 14. ágúst 2014 21:48
Arnar Daði Arnarsson
Þórður Jens: Afturelding fékk gám af leikmönnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH-liðið tapaði stórt í kvöld í Garðabænum. 6-0 tap gegn Stjörnunni og annar skellurinn í tveimur umferðum hjá FH sem eru í erfiðri stöðu í 8. sæti Pepsi-deildarinnar.

Þórður Jensson þjálfari FH var ekki ánægður með spilamennsku síns liðs, skiljanlega. Hann var ósáttur með hversu auðveld mörk Stjörnunnar voru í leiknum.

,,Spilamennskan var ekki eins góð og ég vonaðist til. Við fáum mark á okkur snemma sem breytir skipulaginu og riðlar því sem við lögðum upp með. Það hefur stór áhrif. Við lögðum upp með að reyna halda og láta Stjörnuna stjórna leiknum en við gáfum þeim of auðveld mörk, hlutur sem þær þurfa ekkert á að halda. Ég er svekktur yfir því hversu ódýr mörk Stjarnan fékk," sagði Þórður.

Undirritaður reyndi eftir bestu getu að sjá það í leiknum, hvenær FH náði einni sendingu á milli inn á vallarhelming Stjörnunnar í leiknum. Ég er ekki að ljúga að neinum, þegar ég segi það að FH náði því í fyrsta skipti á 53. mínútu leiksins. Þórður viðurkennir að sóknarleikurinn hafi ekki verið upp á marga fiska hjá liðinu í kvöld, enda hafi áherslan verið á varnarleiknum.

,,Takmarkið var að halda varnarlega séð og beita skyndisóknum. Það var ekki að takast ég viðurkenni það. Hvort það hafi verið 50. mínútu eða fimmtu, ég veit ekki alveg með það. Við erum búnar að vera í vandræðum með framherjana. Við ætluðum að fá til okkar erlenda leikmenn sem gekk ekki upp. Síðan missum við leikmenn í skóla í Bandaríkjunum og Hanna fer erlendis. Það hefur verið leikmannavelta sem er vissulega áhyggjuefni. Við verðum að vinna með þann mannskap sem við erum með og reyna nota það."

FH-liðið heldur áfram að dragast nær botninum. Afturelding á leik gegn Þór/KA annað kvöld og með sigri þar, geta þær komist upp fyrir FH og sent FH-liðið í fallsæti.

,,Ég get lítið sagt um það sem Afturelding er að gera, nema það að þær fengu gám af leikmönnum. Það er annað mál. Við þurfum að hugsa um okkur og reyna ná í úrslit. Það eru ennþá 15 stig í pottinum. Við þurfum ekki að vinna þá alla. Við þurfum bara að vera fyrir ofan neðstu tvö liðin og það er takmarkið," sagði Þórður Jensson þjálfari FH.

Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner