Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 14. ágúst 2014 22:53
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: BBC 
UEFA velur 10 bestu leikmenn Evrópu
Cristiano Ronaldo var valinn besti leikmaður heims á síðasta ári.
Cristiano Ronaldo var valinn besti leikmaður heims á síðasta ári.
Mynd: Getty Images
Franck Ribery var besti leikmaður Evrópu leiktíðina 2012-13.
Franck Ribery var besti leikmaður Evrópu leiktíðina 2012-13.
Mynd: Getty Images
UEFA hefur gefið út lista með þeim 10 leikmönnum sem voru bestir í Evrópu á síðustu leiktíð.

Einn af þessum tíu leikmönnum verður síðan krýndur besti leikmaður Evrópu þann 28. ágúst næstkomandi.

Á listanum eru margir þekktustu leikmenn heims líkt og Cristiano Ronaldo, Manuel Neuer og Lionel Messi. James Rodriguez, sem sló í gegn á HM í sumar, er einnig á listanum.

FC Bayern á flesta leikmenn á listanum, eða fjóra alls, á meðan Evrópumeistarar Real Madrid eiga þrjá.

Franck Ribery er handhafi nafnbótarinnar, en hann er ekki tilnefndur í ár.

Listinn:

Cristiano Ronaldo Real Madrid/Portúgal
Arjen Robben FC Bayern/Holland
Manuel Neuer FC Bayern/Þýskaland
Thomas Muller - FC Bayern/Þýskalands
Philipp Lahm FC Bayern/Þýskaland
Lionel Messi Barcelona/Argentína
James Rodriguez Real Madrid/Kólumbía
Luis Suarez Barcelona/Úrúgvæ
Angel Di Maria Real Madrid/Argentína
Diego Costa Chelsea/Spánn
Athugasemdir
banner
banner