Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 14. ágúst 2014 22:00
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: BBC 
United reynir að leysa flækjuna í kringum Rojo
Marcos Rojo.
Marcos Rojo.
Mynd: Getty Images
Forráðamenn Manchester United eru í sambandi við kollega sína hjá Sporting Lisbon í þeim tilgangi að ná að ganga frá kaupunum á Marcos Rojo.

Málið flæktist talvert í dag þar sem deilur hafa myndast á milli Sporting og fyrirtækisins Doyen Sports, sem telur sig eiga 75% í leikmanninum. Því eru forráðamenn Sporting ekki sammála.

Rojo vill losna frá Sporting og hefur neitað að æfa með félaginu til að fá félagaskipt sín til United í gegn, en 16 milljón punda tilboði United í leikmanninn var í gær hafnað.

Doyen Sports hefur hótað því að leita réttar síns fyrir dómstólum ef fyrirtækið fær ekki sinn skerf af kaupverði nu á Rojo. Það hugnast forráðamönnum United ekki, enda hefst enska úrvalsdeildin um helgina og vilja þeir ganga frá kaupunum sem fyrst.
Athugasemdir
banner
banner