Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   mán 14. ágúst 2017 21:46
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Gunnar Þorsteins: Ég myndi líka gera þetta ef ég væri í þessu formi
Gunnar var ákaflega ánægður með sigurinn í kvöld
Gunnar var ákaflega ánægður með sigurinn í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Eftir fjóra tapleiki í röð tókst Grindvíkingum loksins að knýja fram sigur en liðið vann ÍA, 3-2 í kvöld. Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindvíkinga var að vonum sáttur með sigurinn.

„Þetta var ansi ljúft. Eftir hörmungina síðustu fjóra leiki og öll þessi færi sem við fengum í þessum leik þá fannst mér við eiga þetta fyllilega skilið og gott að byrja að grafa okkur upp úr þessari holu sem við vorum komnir í," sagði Gunnar.

Grindavík hefði hæglega getað skorað tvö, jafnvel þrjú mörk í fyrri hálfleik en svo snemma í seinni hálfleik lentu þeir undir. Þá fór aðeins um Gunnar.

„Ég hugsaði bara „jæja nú getum við bara pakkað saman". Nei nei. Ef Andri hefði klikkað úr fyrra vítinu hefðum við kannski gert það. Þetta er bara einkennandi fyrir þennan hóp."

Juanma, spænski framherji Grindavíkur átti ótrúlega innkomu í kvöld. Hann fiskaði víti, skoraði og fékk rautt spjald.

„Hann er frá Miðjarðarhafinu og spilar af ástríðu. Hann er búinn að vera mikið meiddur kallinn og maður sá bara gleðina þegar hann skoraði. Hann er svo rosalega ástríðufullur og gleymir sér aðeins í hita leiksins. Bæði að fara úr að ofan, hann er reyndar þvílíkur skrokkur, skil hann mjög vel. Ég myndi líka gera þetta ef ég væri í svona góðu formi."

Grindvíkingar sýndu mikinn karakter í kvöld en liðið lenti tvisvar sinnum undir gegn ÍA en kom í bæði skiptin til baka og sigraði leikinn.

„Það sáu það allir sem horfðu á þennan leik að við breyttum ekki neinu. Héldum okkar planið og héldum áfram að skapa færi."

Grindvíkingar settu upp markmið fyrir tímabil að ná 22 stigum og þá myndu þeir sleppa við fall. Markmiðið náðist loksins í kvöld eftir fjóra tapleiki í röð.

„Það hefur aldrei gerst í 12 liða deild að lið falli með 24 stig. Nú geta allir í kringum okkur hætt að tala um eitthvað fall. Nú getum við horft fram á veginn og einbeitt okkur að næsta markmiði sem er að gera betur en Grindavík hefur nokkurn tímann áður gert í Pepsi-deild."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner