Arsenal gerir tilboð í Gyökeres - Man Utd skipuleggur tilboð í Delap - Spurs býðst Sane
Fótbolti.net og Adam Páls halda einn á einn mót - Hálf milljón í verðlaun
Kjartan Kári lagði upp tvö: Allt að ganga hjá mér núna
Kjartan Henry: Oftast gengið vel gegn Breiðabliki
Dóri Árna: Algerlega tilgangslaust að fara grenja og vorkenna sjálfum sér
Halli Hróðmars: Þetta var rautt spjald
Siggi Höskulds: Galið að þessi leikur vinnist með einu marki
Ekki sáttur með byrjunina á tímabilinu - „Köstum þessu frá okkur“
Skoraði sitt fyrsta mark í Bestu - „Ekkert eðlilega gott"
Endurstilltu sig í hálfleik - „Ekki við hæfi barna“
Sölvi dásamar Stíg Diljan: Hann er með allan pakkann
Jón Þór ósáttur við dómarana - „Menn eru full litlir í sér"
Haddi: Ég hef fengið frábær svör
Magnús Már: Hallgrímur Mar drepur þetta
Hallgrímur Mar: Þetta er á réttri leið
Túfa: Aðalmarkmiðið var að halda markinu hreinu
Láki: Okkar slakasti leikur í sumar
Alli Jói: Hann gefur okkur ekki eðlilega mikið
Elfar Árni: Skemmtilegra að vinna á dramatískan hátt
Jóhannes Karl: Er orðinn svo þreyttur á þessari spurningu
Jóhann Kristinn: Eigum 'Hell week' framundan
   mán 14. ágúst 2017 20:39
Matthías Freyr Matthíasson
Milos: Ég sótti alla þessa leikmenn í Víkingsliðið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
´„Ég er í raun svekktur að fá ekkert út úr þessum leik því mér fannst við standa okkur vel í svona 70 mínútur eða kannski aðeins minna, þangað til við fengum seinna markið á okkur. En ég get ekki sagt að þetta sé ósanngjarnt því þeir voru að stjórna leiknum þannig að við þurftum að stela eitthvað úr þessum skyndisóknum sem við fengum og góðum skotstöðum en við vorum ekki ákveðnir þar og án fókus í föstum leikatriðum að þá kostar það alltaf" sagði svekktur Milos Milojevic eftir tap á móti sínum fyrrum lærisveinum í Víkingi R.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Víkingur R.

„Okkur vantar Geoffrey í okkar lið. Sóknarmann sem getur gert gæfumuninn. Ég sé ekki að þeir spiluðu okkur í sundur þegar þeir skora, Geoffrey gerði það upp á sín eigin gæði og til þess eru strikerar, til að brjóta upp leik fyrir þig þegar það gengur ekki alveg vel"

Þú talar um Geoffrey, þú sóttir hann til landsins. Var skrítið að stýra Blikum á móti Víkingum.

„Nei nei, ég sótti alla þessa leikmenn í Víkingsliðinu. En ég er sáttur þegar leikmönnum gengur vel. Ég hefði endilega viljað að hann hefði skorað tvö mörk og við þrjú. Það eina sem ég hugsa um er að vinna stig fyrir mitt lið"

Ertu svekktur að Kristinn Jónsson hafi farið í þessa tæklingu með gult spjald á bakinu?

„Já að sjálfsögðu. Maður sem er með reynslu eins og hann á ekki að gera það en það gerist í hita leiksins"

Nánar er rætt við Milos í sjónvarpinu hér að ofan og meðal annars um dómgæsluna í leiknum.
Athugasemdir
banner
banner