"Hart barist og mikið hlaupið"
Sigurður Pétur: Tindastóll klárlega draumaandstæðingar.
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
   mán 14. ágúst 2017 20:39
Matthías Freyr Matthíasson
Milos: Ég sótti alla þessa leikmenn í Víkingsliðið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
´„Ég er í raun svekktur að fá ekkert út úr þessum leik því mér fannst við standa okkur vel í svona 70 mínútur eða kannski aðeins minna, þangað til við fengum seinna markið á okkur. En ég get ekki sagt að þetta sé ósanngjarnt því þeir voru að stjórna leiknum þannig að við þurftum að stela eitthvað úr þessum skyndisóknum sem við fengum og góðum skotstöðum en við vorum ekki ákveðnir þar og án fókus í föstum leikatriðum að þá kostar það alltaf" sagði svekktur Milos Milojevic eftir tap á móti sínum fyrrum lærisveinum í Víkingi R.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  2 Víkingur R.

„Okkur vantar Geoffrey í okkar lið. Sóknarmann sem getur gert gæfumuninn. Ég sé ekki að þeir spiluðu okkur í sundur þegar þeir skora, Geoffrey gerði það upp á sín eigin gæði og til þess eru strikerar, til að brjóta upp leik fyrir þig þegar það gengur ekki alveg vel"

Þú talar um Geoffrey, þú sóttir hann til landsins. Var skrítið að stýra Blikum á móti Víkingum.

„Nei nei, ég sótti alla þessa leikmenn í Víkingsliðinu. En ég er sáttur þegar leikmönnum gengur vel. Ég hefði endilega viljað að hann hefði skorað tvö mörk og við þrjú. Það eina sem ég hugsa um er að vinna stig fyrir mitt lið"

Ertu svekktur að Kristinn Jónsson hafi farið í þessa tæklingu með gult spjald á bakinu?

„Já að sjálfsögðu. Maður sem er með reynslu eins og hann á ekki að gera það en það gerist í hita leiksins"

Nánar er rætt við Milos í sjónvarpinu hér að ofan og meðal annars um dómgæsluna í leiknum.
Athugasemdir
banner