Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
   mán 14. ágúst 2017 20:54
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Óli Stefán: Juanma er tilfinningasprengja
Óli Stefán var ánægður með sigurinn gegn ÍA í kvöld
Óli Stefán var ánægður með sigurinn gegn ÍA í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ef ég á að finna einhver orð yfir þetta þá er það rosalegur léttir," sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga eftir sigur sinna manna á ÍA í kvöld, 3-2. Fyrir leikinn hafði Grindavík tapað fjórum leikjum í röð.

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  2 ÍA

Grindvíkingar lentu tvisvar undir gegn Skagamönnum í kvöld en sýndu karakter og komu til baka í bæði skiptin, þökk sé vítaspyrnumörkum Andra Rúnars Bjarnasonar.

„Við höfum alltaf haldið áfram sömu vinnunni, og reynt. Ég get sagt þér það í fyrri hálfleik að þegar Alexander klikkar á dauðafæri og Rene klikkar á dauðafæri, þá hélt ég að við værum að fara í gegnum enn einn svona kafla. En gríðarlega sterkt hjá strákunum að halda áfram, og þá sér í lagi að lenda tvisvar undir á móti sterku Skagaliðið. Þeir eru svo physical og það er svo erfitt að spila á móti þeim."

Fyrir mót settu Grindvíkingar upp markmið að ná 22 stigum og átti það að duga þeim til þess að halda sæti sínu í deildinni. Markmiðið náðist í dag.

„Við höfum í undanförnum leikjum, á meðan að við höfum verið í þessum kafla, þá höfum við tekið það svolítið frá og fókusað að eitt verkefni í einu. Undir niðri erum við að fara að gera betur en Grindavík hefur gert áður."

Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindavíkur lék í öftustu varnarlínu í kvöld, en ekki á miðjunni líkt og hann hefur gert í sumar.

„Ég vildi hafa vinstri fótar mann niðri í hafsentnum. Vegna þess að það gefur okkur meiri möguleika sóknarlega, eins líka að fá leiðtogann niður í öftustu línu. Hann brást mér ekki í dag.".

Juanma Ortiz átti ótrúlega innkomu í lið Grindavíkur í dag en hann kom inn á 69. mínútu. Á 20 mínútum tókst honum að fiska víti, sem Andri Rúnar skoraði úr, skora sjálfur og fá tvö gul spjöld og þar með rautt.

„Ég er bara gríðarlega ánægður með hann í dag. Þó hann hafi gert mistök með því að fagna og fara úr og fá gult spjald, þá fyrirgef ég honum það algjörlega. Hann er tilfinningasprengja og það er hans leikur. Á endanum var það hans innkoma sem réði úrslitum í dag."
Athugasemdir
banner
banner