Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   mán 14. ágúst 2017 21:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Willum: Hefði verið sáttari ef FH hefði unnið
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Úr bikarúrslitaleiknum.
Úr bikarúrslitaleiknum.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Mér fannst þetta rosalega flottur fótboltaleikur," sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, eftir 0-0 jafntefli gegn Val í kvöld.

„Mér fannst þessi leikur hafa allt nema mörk. Niðurstaðan er líklega sanngjörn fyrir bæði lið, þau voru ekki að gefa mörg færi á sér. Það er ekkert heiglum hent að standast ágjöf Valsmanna svona á því hvernig róli þeir hafa verið á í mótinu. Því var ég gríðarlega ánægður með KR liðið mitt í dag," sagði Willum.

Lestu um leikinn: KR 0 -  0 Valur

Þrjú stig hefðu verið gríðarlega öflug fyrir KR í kvöld upp á Evrópubaráttu að gera.

„Við ætluðum sannarlega að ná í þessi þrjú stig, en þeir voru búnir að skipuleggja þetta mjög vel, eins og við. Þeir lokuðu á okkar færslur og við vissum að þetta yrði þannig bardagi."

„Mér fannst bæði lið spila frábæran fótbolta."

KR átti að mæta FH næstkomandi sunnudag, en leiknum var frestað vegna þátttöku FH í 4. umferð Evrópudeildarinnar. KR fær því hvíld líka. Willum var spurður út í það eftir leikinn í kvöld.

„Ég hefði auðvitað viljað fá þá þarna þreytta á milli, en á móti kemur þá viljum við allt fyrir Evrópuliðin gera og vonandi nýta þeir hvíldina vel og slá þetta Braga lið út."

Fyrst viðtalið var komið út á Evrópunótur var Willum spurður út í bikarúrslitaleikinn á laugardaginn. Þar vann ÍBV sigur á FH, en það gerir KR-ingum erfiðara fyrir í baráttunni um Evrópusæti.

„Hálf ættin er í Vestmannaeyjum, þannig að þú ert búinn að ná mér þarna," sagði Willum léttur. „Ég uni Vestmannaeyingum mjög vel að vinna bikarinn og þeir gerðu það feykilega vel og ég vil óska þeim til hamingju með það," sagði hann enn fremur.

„Ég hefði samt verið sáttari með það ef FH hefði unnið. Það er auðveldara að horfa á fjórða sætið en þrjú efstu."

Ítarlega viðtal við Willum má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner