Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 14. september 2014 16:09
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Víkings og Vals: Mawejje á bekkinn
Anton Ari Einarsson ver mark Vals þriðja leikinn í röð en Fjalar Þorgeirsson er á bekknum.
Anton Ari Einarsson ver mark Vals þriðja leikinn í röð en Fjalar Þorgeirsson er á bekknum.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Viktor Jónsson er í byrjunarliði Víkinga.
Viktor Jónsson er í byrjunarliði Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framundan er ansi mikilvægur leikur Víkings og Vals sem hefst klukkan 17. Vík­ing­ar svo gott sem tryggja sér Evr­óp­u­sæti að ári með sigri. Ekkert annað en sigur kemur til greina hjá Valsmönnum en þeir eru fimm stig­um á eft­ir Vík­ing­um sem eiga leik til góða.

Smelltu hér til að fara í textalýsingu frá leiknum

Það er orðið ansi langt síðan síðasta umferð var leikin enda landsleikjahlé að baki. Valsmenn unnu ÍBV 3-0 í lok ágúst en Víkingar sóttu 1-0 útisigur til Þórs á Akureyri.

Ein breyting á byrjunarliði Víkings frá síðasta leik. Páll Olgeir Þorsteinsson fer á bekkinn en Viktor Jónsson kemur inn í liðið. Líka ein breyting hjá Val. Kristinn Ingi Halldórsson kemur inn fyrir Tonny Mawejje.

Byrjunarlið Víkings:
1. Ingvar Þór Kale (m)
3. Ívar Örn Jónsson
4. Igor Taskovic
7. Michael Maynard Abnett
8. Kristinn Jóhannes Magnússon
10. Aron Elís Þrándarson
15. Óttar Steinn Magnússon
18. Kjartan Dige Baldursson
20. Pape Mamadou Faye
22. Alan Alexander Lowing
24. Viktor Jónsson

Byrjunarlið Vals:
12. Anton Ari Einarsson (m)
2. Billy Berntsson
3. Iain James Williamson
4. Sigurður Egill Lárusson
5. Magnús Már Lúðvíksson
7. Haukur Páll Sigurðsson
8. Kristinn Ingi Halldórsson
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
15. Þórður Steinar Hreiðarsson
19. Patrick Pedersen
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner