Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 14. september 2014 17:54
Alexander Freyr Tamimi
Noregur: Viðar Örn með þrennu - Með tíu marka forskot
Matthías Vilhjálmsson skoraði í tapi Start
Viðar Örn heldur áfram að gera lítið úr varnarmönnum norsku deildarinnar.
Viðar Örn heldur áfram að gera lítið úr varnarmönnum norsku deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson heldur áfram að gera fáránlega hluti í norsku úrvalsdeildinni, en Selfyssingurinn öflugi tók sig til og skoraði þrennu í 4-1 sigri Valeranga gegn Haugesund í dag.

Viðar Örn, sem er langmarkahæsti leikmaður deildarinnar á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku, kom Valeranga í 2-0 með tveimur mörkum á þremur mínútum þegar rúmlega hálftími var liðinn af leiknum.

Þegar stundarfjórðungur lifði leiks fullkomnaði hann svo þrennuna og gulltryggði 4-1 sigur Valeranga. Hann er nú kominn með sláandi 24 mörk í 22 leikjum í Noregi.

Matthías Vilhjálmsson skoraði eina mark Start í 3-1 tapi gegn Stabæk, en hann kom inn á sem varamaður eftir klukkustundar leik. Guðmundur Kristjánsson spilaði allan leikinn fyrir Start.

Hjörtur Logi Valgarðsson spilaði allan leikinn fyrir Sogndal í 1-1 jafntefli gegn Álasundi.
Athugasemdir
banner
banner