sun 14. september 2014 18:55
Alexander Freyr Tamimi
Pepsi-deildin: Stórsigur KR - Þórsarar fallnir (Staðfest)
Draumurinn felldi Þórsara.
Draumurinn felldi Þórsara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR vann stórsigur í Lautinni.
KR vann stórsigur í Lautinni.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Fjórum leikjum var rétt í þessu að ljúka í Pepsi-deildinni.

Þórsarar eru formlega fallnir eftir 2-0 tap gegn FH á Akureyri. Það var Kassim "The Dream" Doumbia sem skoraði bæði mörk gestanna úr Hafnarfirðinum sem munu halda toppsætinu út þessa umferð eftir sigurinn.

KR vann stórsigur gegn Fylki í Árbænum en lokatölur urðu 4-0 Íslandsmeisturunum í vil. Gestirnir fengu tvær vítaspyrnur sem Aron Bjarki Jósepsson og Gary Martin nýttu, en auk þess skoruðu Atli Sigurjónsson og Emil Atlason.

Víkingur og Valur gerðu 1-1 jafntefli í leik þar sem hápunkturinn var fólskuleg framkoma gestanna í gerð Arons Elíss Þrándarsonar, leikmanns Víkings. Þrír leikmenn Vals fengu gul spjöld fyrir brot á Aroni, sem fór á slysadeild í hálfleik.

Þá gerðu ÍBV og Breiðablik 1-1 jafntefli í Vestmannaeyjum.

Víkingur R. 1 - 1 Valur
1-0 Pape Mamadou Faye ('9)
1-1 Haukur Páll Sigurðsson ('29)

Fylkir 0 - 4 KR
0-1 Atli Sigurjónsson ('16)
0-2 Aron Bjarki Jósepsson ('36, víti)
0-3 Emil Atlason ('44)
0-4 Gary John Martin ('72, víti)
Rautt spjald: Oddur Ingi Guðmundsson, Fylkir ('72)

ÍBV 1 - 1 Breiðablik
1-0 Brynjar Gauti Guðjónsson ('25)
1-1 Damir Muminovic ('71)

Þór 0 - 2 FH
0-1 Kassim Doumbia ('61)
0-2 Kassim Doumbia ('64)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner