Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 14. september 2014 12:06
Elvar Geir Magnússon
Rio Ferdinand: Terry hagaði sér eins og fáviti
John Terry og Anton Ferdinand.
John Terry og Anton Ferdinand.
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand segir John Terry hafa hegðað sér eins og fávita fyrir þremur árum þegar Terry var sakaður um kynþáttaníð í garð bróður hans, Anton Ferdinand. Enskir fjölmiðlar birtu í morgun brot úr sjálfsævisögu Rio.

Terry, fyrirliði Chelsea, var sakaður um að hafa kallað Anton „fucking black cunt" í leik QPR og Chelsea á Loftus Road og var í kjöldarið dæmdur í fjögurra leikja bann.

„Í mínum huga verður mesti fávitinn alltaf John Terry. Sem fyrirliði Englands og félagi minn í miðverðinum hefði hann getað komið í veg fyrir mikinn sársauka með því að viðurkenna strax að hafa notað orðin í hita leiksins," segir Rio.

„Ég tel ekki að Terry sé með kynþáttafordóma en hann hafi sagt þetta í hita leiksins. Ég og Anton hefðum sætt okkur við þá útskýringu en í staðinn gaf hann okkur ekki tækifæri. Hann reyndi að flýja það sem hann hafði gert."

Rio Ferdinand skýtur einnig á Ashley Cole sem mætti sem vitni í málinu og varði Terry.

„Ashley Cole var lengi vinur minn. Við höfum þekkt hvorn annan síðan við vorum guttar. En í mínum huga lauk þessu daginn sem hann fór í réttarsalinn til að styðja John Terry. Anton hringdi í mig og ég brjálaðist. Hann var að svíkja Anton sem hann hafði einnig þekkt lengi," segir Rio.

Málið hafði einnig áhrif á fjölskyldu þeirra bræðra.

„Það komu byssukúlur inn um bréfalúguna. Gluggi á húsi móður minnar var brotinn og hún endaði á sjúkrahúsi vegna streitu."
Athugasemdir
banner
banner
banner