Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 14. september 2014 21:00
Alexander Freyr Tamimi
Rooney búinn að jafna markafjölda Thierry Henry
Rooney hefur skorað ófá mörkin í ensku úrvalsdeildinni.
Rooney hefur skorað ófá mörkin í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney, framherji Manchester United, er nú kominn með jafn mörg mörk í ensku úrvalsdeildinni og Arsenal-goðsögnin Thierry Henry.

Rooney kom United í 3-0 gegn Queens Park Rangers í dag og hefur nú skorað 175 mörk í ensku úrvalsdeildinni, líkt og Henry gerði.

Það tók Rooney að vísu 377 leiki til að ná þessum markafjölda á meðan Henry gerði það í einungis 258 leikjum.

Rooney er nú ásamt Henry í þriðja sæti yfir markahæstu menn allra tíma í ensku úrvalsdeildinni og þarf hann bara 13 mörk til að fara upp fyrir Andy Cole og í annað sætið.

Hann er þó enn 85 mörkum á eftir goðsögninni Alan Shearer sem skoraði 260 mörk í 441 leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner